Banvæn hitabylgja í Ástralíu

00:00
00:00

Áströlsk stjórn­völd ótt­ast að 22 hafi týnt lífi í einni verstu hita­bylgj­unni sem ríður yfir landið í heila öld í suðaust­ur­hluta lands­ins. Meiri­hluti hinna látnu er tal­inn vera eldri borg­ar­ar sem þoli svo mikla hita illa.

Hita­bylgj­an hef­ur einnig ollið raf­magns­leysi í Mel­bour­ne, höfuðborg Vikt­oríu­fylk­is og næst­stærstu borg­ar Ástr­al­íu. Berj­ast hundruð slökkviliðsmanna nú við skógar­elda í fylk­inu, enda gróður­inn skraufþurr.

Þar af reyna um 500 slökkviliðsmenn að hefta skógar­elda á 6.000 hekt­ara svæði sem er skammt frá mik­il­væg­um hluta raf­veitu­kerf­is­ins í Mel­bour­ne. 

Hef­ur hit­inn í Vikt­oríu og ná­granna­fylk­inu Suður-Ástr­al­íu farið yfir 40 gráður á síðustu þrem­ur dög­um.

Hald­ist hit­inn á þessu bili á morg­un, sunnu­dag, mun hita­bylgj­an verða sú skæðasta í suðaust­ur­hluta lands­ins í um hundrað ár.

Dauðsföll­in sem um ræðir voru í Adelai­de, höfuðborg Suður-Ástr­al­íu, en hit­inn hef­ur víða verið svo mik­ill að lest­artein­ar hafa of­hitnað í sól­skin­inu, svo ekki hef­ur þótt óhætt að lest­ir færu eft­ir þeim.

Hafa 22 týnt lífi í Suður-Ástr­al­íu, að því er fram kem­ur á vef Syd­ney Morn­ing Her­ald.

Ungur maður liggur í sólbaði í Melbourne, þar sem hitinn …
Ung­ur maður ligg­ur í sólbaði í Mel­bour­ne, þar sem hit­inn fór í 43 gráður í dag. Reu­ters
Íbúum borgarinnar þótti kærkomið að geta kælt sig í sjónum.
Íbúum borg­ar­inn­ar þótti kær­komið að geta kælt sig í sjón­um. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert