Banvæn hitabylgja í Ástralíu

Áströlsk stjórnvöld óttast að 22 hafi týnt lífi í einni verstu hitabylgjunni sem ríður yfir landið í heila öld í suðausturhluta landsins. Meirihluti hinna látnu er talinn vera eldri borgarar sem þoli svo mikla hita illa.

Hitabylgjan hefur einnig ollið rafmagnsleysi í Melbourne, höfuðborg Viktoríufylkis og næststærstu borgar Ástralíu. Berjast hundruð slökkviliðsmanna nú við skógarelda í fylkinu, enda gróðurinn skraufþurr.

Þar af reyna um 500 slökkviliðsmenn að hefta skógarelda á 6.000 hektara svæði sem er skammt frá mikilvægum hluta rafveitukerfisins í Melbourne. 

Hefur hitinn í Viktoríu og nágrannafylkinu Suður-Ástralíu farið yfir 40 gráður á síðustu þremur dögum.

Haldist hitinn á þessu bili á morgun, sunnudag, mun hitabylgjan verða sú skæðasta í suðausturhluta landsins í um hundrað ár.

Dauðsföllin sem um ræðir voru í Adelaide, höfuðborg Suður-Ástralíu, en hitinn hefur víða verið svo mikill að lestarteinar hafa ofhitnað í sólskininu, svo ekki hefur þótt óhætt að lestir færu eftir þeim.

Hafa 22 týnt lífi í Suður-Ástralíu, að því er fram kemur á vef Sydney Morning Herald.

Ungur maður liggur í sólbaði í Melbourne, þar sem hitinn …
Ungur maður liggur í sólbaði í Melbourne, þar sem hitinn fór í 43 gráður í dag. Reuters
Íbúum borgarinnar þótti kærkomið að geta kælt sig í sjónum.
Íbúum borgarinnar þótti kærkomið að geta kælt sig í sjónum. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert