Friðsamar kosningar í Írak

Nuri al- Maliki vætir fingurinn með pleki í kjörklefa í …
Nuri al- Maliki vætir fingurinn með pleki í kjörklefa í dag HO

Sveita­stjórn­ar­kosn­ing­ar í Írak fóru fram með friðsæl­um hætti í dag og voru kjör­klef­ar opn­ir einni klukku­stund leng­ur en til stóð vegna mik­ils fjölda þeirra sem mætti til að kjósa. Þ.á.m. voru fjöl­margri Súnní múslim­ar, sem sniðgengu síðustu kosn­ing­ar í land­inu.

Þetta eru fyrstu kosn­ing­ar sem haldn­ar eru á landsvísu í Írak í fjög­ur ár og fagna marg­ir því hversu vel þær fóru fram og telja til marks um stöðug­leika lands­ins. Þúsund­ir her­manna og lög­reglu­manna stóðu vörð um kjörstaði en hvergi kom til átaka. For­sæt­is­ráðherr­ann Nouri Maliki lýsti því yfir eft­ir að hann kaus sjálf­ur að íraska þjóðin gæti í dag fagnað mik­il­væg­um áfanga­sigri, sá mikli fjöldi sem mætti á kjörstað sýndi fram á „traust Íraska fólks­ins til rík­i­s­tjórn­ar­inn­ar og til kosn­inga“ og væri jafn­framt „sönn­un þess að Írak­ar lifa nú við raun­veru­legt ör­yggi.“

Þá gætu friðsam­leg­ar kosn­ing­ar einnig stuðlað að sam­vinnu um það að fleiri her­sveit­ir yf­ir­gæfu landið.  Um 15 millj­ón­ir Íraka hafa kosn­inga­rétt og yfir 14 þúsund manns eru í fram­boði. Kosið er í 14 héröðum af 18, því ekki er kosið í þeim þrem­ur Kúr­dísku héröðum sem hafa sjálfs­stjórn auk þess sem kosn­ing­um var frestað í olíu­héraðinu Kirk­uk.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert