Nýfrjálshyggjan hefur brugðist

Kevin Rudd, forsætisráðherra Ástralíu.
Kevin Rudd, forsætisráðherra Ástralíu. Reuters

Ný­frjáls­hyggju­tilraun síðustu þriggja ára­tuga eða svo hef­ur brugðist að mati Kevins Rudds, for­sæt­is­ráðherra Ástr­al­íu, sem kall­ar eft­ir nýrri um­gjörð um fjár­mála­markaðina í heim­in­um.

Rudd kenn­ir græðgi fjár­mála­manna um hvernig um­horfs er í efna­hags­mál­um heims­ins.

„Sú stund er runn­in upp [...] að lýsa megi því yfir að hin mikla til­raun ný­frjáls­hyggj­unn­ar á síðustu 30 árum hafi mistek­ist, að keis­ar­inn sé nak­inn og án fata,“ sagði Rudd í 7.000 orða óbirtri rit­gerð í tíma­rit­inu Mont­hly.

„Ný­frjáls­hyggj­an og sú bók­stafstrú hins frjálsa markaðar sem hún hef­ur alið af sér hef­ur verið af­hjúpuð sem lítið meira en græðgi ein­stak­linga íklædd efna­hags­legri hug­mynda­fræði.“

Kveðst Rudd sam­mála Barack Obama Banda­ríkja­for­seta í af­stöðunni til efna­hags­mála og vís­ar hann meðal ann­ars til embætt­istíðar Frank­lins D. Roosevelts í ákalli eft­ir nýj­um póli­tísk­um sátt­mála þar sem horfið sé frá öfg­um, jafnt til vinstri sem hægri.

Vill for­sæt­is­ráðherr­ann sjá virkt rík­is­vald þar sem reglu­verk um­hverf­is fjár­mála­markaði og inn­grip í þá komi í veg fyr­ir þá stöðu sem nú sé uppi. 

Hins veg­ar megi ekki kæfa ein­takafram­takið og kosti þess með aft­ur­hvarfi til rík­is­valds sem sjái al­farið um þegn­anna. Því þurfi að hlúa að frjálsri sam­keppni á opn­um mörkuðum. 

Bú­ist er við að Rudd muni á næstu dög­um kynna ann­an efna­hagspakka stjórn­ar sinn­ar, nú þegar Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn ráðger­ir að ástr­alska hag­kerfið drag­ist sam­an um 0,2 pró­sent í ár, meðal ann­ars vegna mun meiri sam­drátt­ar í Asíu en bú­ist var við.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert