Michael S. Steele, fyrsti blökkumaðurinn til að leiða repúblikanaflokkinn, hefur þegar blásið til sóknar, aðeins nokkrum klukkustundum eftir að sigur hans var í höfn. Hann setur stefnuna á sigur flokksins í ríkjunum í norðausturhluta landsins, þar með talið í Pennsylvaníu og Ohio.
Umrædd ríki eru afar mikilvæg á bandaríska kosningakortinu og er skemmst að minnast þess að John Kerry hefði orðið forseti Bandaríkjanna í forsetakosningunum haustið 2004 ef hann hefði sigrað í Ohio.