Versti janúarmánuður á Wall Street

Hlutabréfavísitölur lækkuðu á Wall Street í kvöld.
Hlutabréfavísitölur lækkuðu á Wall Street í kvöld. AP

Við lokun markaða á Wall Street á föstudag varð ljóst að janúarmánuður var versti janúarmánuðurinn í sögu kauphallanna. Alls lækkuðu vísitölurnar Dow Jones og Standard & Poor's 500 um 8,84 prósent annars vegar og um 8,57 prósent hins vegar.

Margir fjárfestar eru svartsýnir og telja að lækkanirnar gefi tóninn fyrir árið framundan.

Væntingar um að sá orðrómur myndi rætast að ríkisstjórnin hefði í hyggju að stofna banka sem hefði það hlutverk að kaupa verðlausar eignir annarra banka virðast hafa brugðist í bili, eftir að stjórnin endurskoðaði áætlunina.

Myndi slíkur banki styrkja efnahagsreikning banka sem eiga í vandræðum vegna þess að hluti eignasafnsins er orðinn verðlaus.

Stu Schweitzer, greinandi hjá J.P. Morgan's Private Bank, sagði aðspurður að markaðurinn sæi ekki neina vonarglætu framundan. Svo dökkt væri útlitið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert