„Jökullinn að rifna í tvennt“

Eldfjallið Redoubt.
Eldfjallið Redoubt. AP

Jarðfræðing­arn­ir sem fylgj­ast nú grannt með fjall­inu Mount Redou­bt í Alaska veittu því eft­ir­tekt í morg­un að rof sem mynd­ast hafði norðan­til í jökl­in­um hef­ur tvö­fald­ast að stærð í nótt og er nú á stærð við tvo fót­bolta­velli að flat­ar­máli. Upp úr streym­ir gas og eit­ur­guf­ur,og hef­ur flæði þeirra nú auk­ist veru­lega í sam­ræmi við stærð gats­ins.

Þá hef­ur bæst í vatns­flaum­inn sem streym­ir und­an jökl­in­um og gef­ur til kynna að hita­stigið fari ört hækk­andi frá gló­andi hrauni inn­an fjalls­ins. Vís­inda­menn segja að helst líti út fyr­ir að jök­ull­in sé að rifna í tvennt að ofan. Allt bend­ir þetta til þess að eld­gosið sem beðið hef­ur verið eft­ir sé nú óðum að fara af stað, en við það er hætta á því að ösku­fall og eit­ur­guf­ur ber­ist um 160 kíló­metra leið í átt að Anchorage, stærstu borg­ar Alaska.

Ösku­fallið get­ur bæði skaðað húð og augu en auk þess önd­un­ar­veg fólks, ekki síst ungra barna, gam­al­menna og þeirra sem þjást af önd­un­ar­erfiðleik­um. Bú­ist er við að Redou­bt byrji með hvelli þar sem þar verða alla jafna sprengigos. Mik­ill viðbúnaður hef­ur því verið í ná­granna­byggðum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert