„Jökullinn að rifna í tvennt“

Eldfjallið Redoubt.
Eldfjallið Redoubt. AP

Jarðfræðingarnir sem fylgjast nú grannt með fjallinu Mount Redoubt í Alaska veittu því eftirtekt í morgun að rof sem myndast hafði norðantil í jöklinum hefur tvöfaldast að stærð í nótt og er nú á stærð við tvo fótboltavelli að flatarmáli. Upp úr streymir gas og eiturgufur,og hefur flæði þeirra nú aukist verulega í samræmi við stærð gatsins.

Þá hefur bæst í vatnsflauminn sem streymir undan jöklinum og gefur til kynna að hitastigið fari ört hækkandi frá glóandi hrauni innan fjallsins. Vísindamenn segja að helst líti út fyrir að jökullin sé að rifna í tvennt að ofan. Allt bendir þetta til þess að eldgosið sem beðið hefur verið eftir sé nú óðum að fara af stað, en við það er hætta á því að öskufall og eiturgufur berist um 160 kílómetra leið í átt að Anchorage, stærstu borgar Alaska.

Öskufallið getur bæði skaðað húð og augu en auk þess öndunarveg fólks, ekki síst ungra barna, gamalmenna og þeirra sem þjást af öndunarerfiðleikum. Búist er við að Redoubt byrji með hvelli þar sem þar verða alla jafna sprengigos. Mikill viðbúnaður hefur því verið í nágrannabyggðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert