Afmælisveisla sem haldin var á bar í Kína fór úr böndunum í nótt þegar nokkrir afmælisgesta kveiktu á flugeldum innanhúss. 15 manns létust í eldinum sem blossaði upp og 22 slösuðust illa. Kínversku áramótin eru nú nýgengin í garð og hafa því flugeldar víða verið seldir síðustu daga.
Eldurinn kviknaði um miðnætti þegar 10 menn kveiktu á flugeldum undir borði, en í kjölfarið breiddi hann fljótt úr sér og brátt stóð þak skemmtistaðarins í ljósum logum.
Nýárshátíðin er eins stærsta hátíð Kínverja, þá eru margra daga veislur haldnar um landið allt og flugeldar sprengdir án mikillar eftirfylgni.