Kveiktu á flugeldum innanhúss

Af­mæl­is­veisla sem hald­in var á bar í Kína fór úr bönd­un­um í nótt þegar nokkr­ir af­mæl­is­gesta kveiktu á flug­eld­um inn­an­húss. 15 manns lét­ust í eld­in­um sem blossaði upp og 22 slösuðust illa. Kín­versku ára­mót­in eru nú ný­geng­in í garð og hafa því flug­eld­ar víða verið seld­ir síðustu daga.

Eld­ur­inn kviknaði um miðnætti þegar 10 menn kveiktu á flug­eld­um und­ir borði, en í kjöl­farið breiddi hann fljótt úr sér og brátt stóð þak skemmti­staðar­ins í ljós­um log­um.

Ný­árs­hátíðin er eins stærsta hátíð Kín­verja, þá eru margra daga veisl­ur haldn­ar um landið allt og flug­eld­ar sprengd­ir án mik­ill­ar eft­ir­fylgni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka