Á inni fé hjá Kaupþingi

Elísabet II. Englandsdrottning.
Elísabet II. Englandsdrottning.

Fast­eigna­sjóður í eigu bresku krún­unn­ar á inni tvær millj­ón­ir punda í ógreiddri leigu hjá Kaupþingi, vegna hús­næðis á veg­um dótt­ur­fé­lags­ins Sin­ger & Friedland­er.

Standa samn­ingaviðræður nú yfir við nú­ver­andi stjórn Kaupþings vegna máls­ins, en leigu­hús­næðið var í hverf­inu West End í Lund­ún­um. Elísa­bet II. Bret­lands­drottn­ing fer form­lega með auðæfi kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar og skerðir þetta því tekj­ur henn­ar.

Skila­nefnd Kauþings fer nú með mál­efni bank­ans sem er í raun í eigu stærstu kröfu­hafa.

Því er málið höfuðverk­ur ís­lenska rík­is­ins, sem telst kald­hæðnis­legt í ljósi at­b­urða síðustu mánaða.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert