Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, ætlar að leggja fram lagafrumvarp um sjálfsstjórn Grænlands. Þar verða útfærðar tillögur frá grænlensk-dönsku sjálfsstjórnarnefndinni. Sjálfsstjórn hlaut stuðning mikils meirihluta grænlenskra kjósenda í kosningum um málið.
Verði frumvarpið að lögum munu Grænlendingar sjálfir taka við fleiri sviðum innan ramma ríkjasambandsins og stjórnarskrárinnar, að því er fram kom á fréttamannafundi danska forsætisráðherrans í dag.
Fjárveiting til Grænlands verður fastákveðin 3,4 milljarðar danskra króna á verðlagi ársins 2009. Finnist hráefni eða auðlindir í Grænlandi sem skila tekjum fara fyrstu 75 milljónirnar til Grænlands. Séu tekjurnar meiri fer verður því sem er umfram 75 milljónir skipt milli landanna. Hlut Danmerkur verður varið til að greiða niður föstu fjárveitinguna til Grænlands.
Anders Fogh Rasmussen kvaðst leggja mikla áherslu á þessa nútímavæðingu ríkjasambandsins. Hann lýsti einnig ánægju sinni með mikinn stuðning við málið í danska þjóðþinginu.