Óttast verndarstefnu

Barack Obama.
Barack Obama. Reuters

Evrópusambandið og Kanada hafa varað við því að ein grein í bandaríska aðgerðapakkanum svokallaða geti leitt til verndarstefnu. Greininni, sem nefnist „Kaupið bandarískt“, er ætlað að tryggja það að bandarískt járn, stál og aðrar framleiðsluvörur eru notaðar í þær framkvæmdir sem lagafrumvarpið nær til.

Sendiherra ESB í Washington segir að það gæti orðið hættulegt fordæmi verði frumvarpið samþykkt.

Aðgerðarpakkinn, sem nemur 800 milljörðum dala, verður tekinn til umræðu á Bandaríkjaþingi í þessari viku. 

Á sama tíma er búist við því að Barack Obama Bandaríkjaforseti muni útnefna repúblikanann og öldungadeildarþingmanninn Judd Gregg sem næsta viðskiptaráðherra landsins. Gregg yrði þriðji repúblikaninn í stjórn Obama.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert