Gagnrýni á Benedikt páfa XVI hefur komið víða að - frá múslimum, gyðingum, jafnvel frá trúbræðrum hans.
Í síðustu páfarimmunni hefur leiðtogi Þýskalands og ýmsir kirkjunnar menn innan kaþólsku kirkjunnar sett spurningamerki við stefnu páfagarðs eftir að Benedikt í síðasta mánuði lét vígja á ný sem biskup afneitanda helfararinnar ásamt þremur öðrum ofuríhaldssömum klerkum.
Til að beina gagnrýninni frá Benedikt hafa ýmsir frammámenn kaþólsku kirkjunnar varpað sökinni á ónafngreinda aðstoðarmenn hans. Engu að síður þykir þetta nýjast uppnám opna sjaldgæfa sýn inn fyrir einingarfordyri Vatíkansins og vakið upp enn einu sinni spurningar um það hversu einlæg afstaða páfa er til þvertrúarlegra samskipta.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, blandaði sér í umræðuna í dag, þriðjudag, með því að leggja að Benedikt að tala skýrt út um það að hann hafni með öllu afneitunum á helförinni eftir hann endurskipaði Richard Williamsson biskup.
Biskupinn sem er fæddur i Bretlandi hefur beðið páfa forláts á að hafa vakið uppnám með ummælum sínum en hann hefur ekki dregið til baka staðhæfingu sína um að sögulegar sannanir „mæli verulega gegn því að 6 milljónir gyðinga hafi verið deyddir með gasi að yfirlögðu ráði“ í seinni heimstyrjöldinni.
Ummælin féllu í sænska ríkissjóvarpinu og tekin upp í nóvember en sjónvarpað aðeins þremur dögum áður en biskupinn var endurreistur hinn 24. janúar til að lægja öldur innan kirkjunnar.
Williamson og hinir biskuparnir voru vígðir af Marcel Lefebvre, ofuríhaldssömum erkibiskupi en án beins atbeina Benedikts. Páfagarður segir að í endurvígslunni felist ekki að tekið sé undir skoðanir Williamsons.
Benedikt páfi hefur legið undir þrýstingi að skýra gerðir sínar og á miðvikudag í síðustu viku tjáði hann áheyrendum á vikulegum fundi að hann lýsti yfir „fullri og skilyrðislausri samstöðu“ með gyðingum og varaði við hvers kyns afneitunum á helförinni. Engu að síður sagði Angela Merkel að hún teldi páfa enn ekki hafa gengið nógu langt í fordæmingu sinni.
Þýskir frammámenn kaþólsku kirkjunnar hafa einnig verið mjög gagnrýnir á gerðir páfagarðs og Walter Kasper kardínáli hefur sagst hafa fylgst með rimmunni af miklum áhyggjum og ekki fari milli mála að mistök hafi orðið innan páfagarðs.
Benedikt páfi lenti sem kunnugt er í mikilli orrahríð árið 2006 vegna ummæla sem féllu um íslam og hið heilaga stríð í ræðu í heimalandi sínu, Þýskalandi, og olli svo miklu uppnámi í heimi múslíma, að hann mátti draga land og biðjast afsökunar.
„Ég held að þessi páfi hafi ekki mikið samráð,“ er haft eftir Marco Politi, ævisagnaritara Jóhannesar Páls II. „Á þremur árum hefur honum tekist að efna til togstreitu við tvenn helstu trúarbrögðum heims. Það vekur upp spurningar um stjórnsýslu heimskirkjunnar.“