Barroso: Evran er skjöldur

Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Reuters

Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir ekkert hæft í því að evrusvæðið sé að liðast í sundur. Hann líkir evrunni við skjöld í núverandi efnahagsástandi.

„Ástandið er mun verra utan evrusvæðisins en innan þess,“ sagði Barroso í viðtali við þýska dagblaðið Die Zeit. Í viðtalinu ber hann saman Ísland og Írland sínu máli til stuðnings.

Alþjóðafjármálakreppan hefur reynt á þær 16 þjóðir sem eiga aðild evrópska myntbandalaginu. Fjárlagahalli hefur aukist og þá hafa aðildarríkin kynnt aðgerðarpakka til að taka á vandanum.

Í desember varð samdráttur í smásöluverslun þrátt fyrir aukna sölu miðað við fyrri mánuði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert