Carol Thatcher, dóttir járnfrúarinnar Margaret Thatcher, hefur verið rekin úr starfi íþróttafréttamanns á BBC eftir niðrandi ummæli um keppanda á opna ástralska mótinu í tennis.
Notaði Carol orðið „golliwog“ um einn keppenda, en um er að ræða lýsingarorð yfir ógeðslega manneskju sem birtist fyrst á prenti sem nafn á brúðu í barnabók á 19. öld.
Þótti orðið hafa á sér blæ kynþáttafordóma á síðari tímum.
Ummælin féllu utan útsendingar en þeim er engu að síður tekið mjög alvarlega þar sem þau voru látin falla í heyranda hljóði.
Ekki er vitað um hvern hún var að tala.
Hefur henni verið vikið úr þættinum „The One Show“ en mun þó áfram sinna öðrum verkefnum fyrir BBC.