Atkvæðagreiðsla öldungadeildarinnar nálgast

Öldungadeildarþingmenn úr röðum repúblikana ræða efnahagsaðgerðirnar.
Öldungadeildarþingmenn úr röðum repúblikana ræða efnahagsaðgerðirnar. Reuters

Gengi dollarans hækkaði gagnvart evrunni og japanska jeninu í dag þegar öldungadeild Bandaríkjaþings bjó sig undir að greiða atkvæði um umfangsmiklar aðgerðir til að blása lífi í efnahaginn. Harry Reid, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, sagði að atkvæðagreiðslan kynni að fara fram í nótt.

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, skoraði fyrr í dag á öldungadeildina að samþykkja aðgerðirnar. „Tími umræðunnar er liðinn. Nú er kominn tími til að hefjast handa,“ sagði hann.

Efnahagsaðgerðirnar eru metnar á 920 milljarða dollara. Nær 20 þingmenn demókrata og repúblikana ræddu í dag tillögur um að minnka kostnaðinn um allt að 80 milljarða dollara.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert