Breskir vísindamenn telja sig hafa sýnt fram á að D-vítamín kunni að draga verulega úr líkunum á því að einstaklingar þrói með sér MS-sjúkdóminn.
Eru tengslin rakin til þeirra áhrifa sem vítamínið hefur á tiltekið gen sem er áhrifavaldur í þessu samhengi.
George Ebers, prófessor við Oxford-háskóla, heldur þessu fram í viðtali við breska blaðið Times, með vísun til frumrannsókna.
Segir blaðið Ebers og rannsóknarfélaga hans hafa sýnt fram á að erfðafræðileg skilyrði fyrir myndun sjúkdómsins séu aukin með skorti á vítamíninu, veikleiki sem kunni að vera arfgengur.
Með því að gefa ófrískum konum og ungum börnum vítamínið sé þannig slegið á líkurnar á þróun sjúkdómsins.
Lesa má fréttina í heild sinni hér.