Undirbúa ríflegar aukagreiðslur

Hátt settir starfsmenn Royal Bank of Scotland ættu ekki að …
Hátt settir starfsmenn Royal Bank of Scotland ættu ekki að vera á flæðiskeri staddir.

Stjórnendur Royal Bank of Scotland, sem komið var til bjargar með 20 milljörðum punda af almannafé, undirbúa ríflegar aukagreiðslur til handa starfsfólki sínu.  

Þetta kemur fram á vef breska blaðsins Times, en þar segir að búist sé við að aukagreiðslurnar muni nema tugum ef ekki hundruð milljónum punda.

Þar af geti stjörnur í bankaheiminum búist við sex stafa bónusum, eða nokkur hundruð þúsund pundum, jafngildi tuga milljóna króna, eftir árið sem var allt annað en vilhallt fjármálastarfsemi. 

Frétt Times.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert