Flugstjóri farþegavélarinnar sem nauðlenti í Hudsonfljóti í New York í síðasta mánuði hefur tjáð sig í fyrsta sinn um atburðinn við fjölmiðla. Chesley Sullenberger sagði í viðtali við bandaríska fréttaskýringarþáttinn 60 Minutes að sér hefði orðið óglatt þegar hann vissi að eitthvað hefði farið úrskeiðis.
Í fyrstu hefði hann ekki viljað trúað því sem væri að gerast.
Sullenberger tókst hins vegar að lenda vélinni á Hudsonfljóti þannig að allir 155 um borð sluppu lifandi og án alvarlegra meiðsla. Honum hefur verið hampað sem hetju.
Nú hefur verið staðfest að fuglar hafi farið inn í báða hreyfla vélarinnar skömmu eftir að hún tókst á loft 16. janúar sl.
Yfirvöld hafa birt opinberlega upptöku af samskiptum Sullenberger við flugstjórn. Flugstjórinn er yfirvegaður þegar hann segir að fuglar hafi rekist á vélina. Þegar hann var svo spurður hvort hann gæti lent aftur á flugvellinum þá svarar Sullenberger: „Get það ekki“
Í lokin heyrist hann svo segja: „Við munum lenda í Hudson.“