Fjórtán norrænir rithöfundar, m.a. Íslandi, koma saman í Færeyjum um helgina ásamt ritstjórum nærrænna útgáfufyrirtækja til að semja smásögur, ástarsögur fyrir unga fólkið.
Heimsóknin er liður í verkefni útgáfufyrirtækja á Norðurlöndunum í samstarfi við bókadeild kennarafélags Færeyja. Verkefninu á að ljúka með útgáfu smásagnasafns. Tvær sögur frá hverju landi verða í safninu, að því er fram kemur á vef færeyska blaðsins Sosialurin.