Skelfilegir þurrkar í Kína

Kínversk stjórnvöld hafa lýst yfir neyðarástandi vegna gríðarlegra þurrka sem herja á landið. Þurrkarnir eru taldir einir þeir verstu í hálfri öld.Þurrt vetrarveðrið gæti stefnt uppskeru bænda um allt land í hættu, sérlega í Henan, Anhui og Shandong.

Margir íbúar þessara sömu héraða hafa þegar orðið illa fyrir barðinu á niðursveiflunni í efnahagslífi Kína og verið sagt upp vinnu sinni í verksmiðju eða byggingariðnaði. Bæði stjórnvöld og bændur hamast við að vökva þurrkað ræktarlandið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka