Vill viðræður við Íran

Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, sagði í fyrstu ræðu sinni um utanríkisstefnu stjórnar Baracks Obama forseta að hún vildi viðræður við klerkastjórnina í Íran um umdeilda kjarnorkuáætlun hennar.

Biden flutti ræðuna á alþjóðlegri ráðstefnu um öryggismál í München. Hann áréttaði að stjórn Obama hygðist loka fangelsinu í Guantanamo-herstöðinni á Kúbu og óska eftir því að önnur lönd tækju við föngum úr fangelsinu.

Biden sagði ennfremur að Bandaríkjastjórn myndi beita sér af krafti í baráttunni gegn loftslagsbreytingum í heiminum af mannavöldum.

Búist er við að Biden ræði við við Sergej Ívanov, aðstoðarforsætisráðherra Rússlands, sem er einnig á ráðstefnunni. Biden sagði að Bandaríkin myndu halda áfram að þróa umdeilt eldflaugavarnakerfi í Evrópu „í samráði við bandamenn í NATO og Rússa“, að því tilskildu að kerfið teljist raunhæft og verði ekki of dýrt.

Joe Biden flytur ræðu á ráðstefnu í München.
Joe Biden flytur ræðu á ráðstefnu í München. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert