Vill tvöfalda íslenska orlofið

Fá finnskir nýburar að eyða tvöfalt meiri tíma með foreldrum …
Fá finnskir nýburar að eyða tvöfalt meiri tíma með foreldrum sínum en þeir íslensku? Kristinn Ingvarsson

Stefan Wallin, menningar- og íþróttamálaráðherra Finnlands, leggur það nú til að Finnar taki upp fæðingarorlofskerfi að eftirmynd þess íslenska. Wallin, sem fer einnig með jafnréttismál í ráðuneyti sínu, segir að Finnar geti gert tvisvar sinnum betur en Íslendingar og veitt nýbökuðum foreldrum sex mánaða fæðingarorlof hverju, með greiðslum sem nema 80% af tekjum þeirra á vinnumarkaði, að viðbættum sex mánuðum sem foreldrar geti skipt á milli sín eftir þörfum.

Þetta kemur fram á fréttavef finnska utanríkisráðuneytisins, þar sem vitnað er í viðtal við Wallin hjá blaði þarlends verkalýðsfélags. Hér á Íslandi fær hvert foreldri þrjá mánuði í leyfi og foreldrarnir saman fá þrjá mánuði til að skipta á milli sín.

Wallin segir einnig að Finnar geti reynt sömu leið og Íslendingar hafa farið, þ.e. að launamenn greiði lítinn hluta launa sinna í fæðingarorlofssjóð. Samkvæmt finnskum lögum er réttur foreldra til fæðingarorlofs þannig að mæður geta fengið 105 vinnudaga á 80% kaupi, en feður aðeins 18 daga. Sameiginlegt orlof sem foreldrar geta skipt á milli sín eru þó 158 vinnudagar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert