Gengi hlutabréfa lækkar í New York

00:00
00:00

Gengi hluta­bréfa í banda­rísk­um fyr­ir­tækj­um lækkaði veru­lega í kaup­höll­inni í New York í dag þrátt fyr­ir til­kynn­ingu stjórn­ar Baracks Obama um aðgerðir til að bjarga bönk­um.

Fyrr í dag samþykkti öld­unga­deild Banda­ríkjaþings auk­in rík­is­út­gjöld og skatta­lækk­an­ir til að blása lífi í efna­hag lands­ins. Aðgerðirn­ar eru metn­ar á 838 millj­arða doll­ara. Timot­hy F. Geit­hner, fjár­málaráðherra Banda­ríkj­anna, til­kynnti einnig end­ur­bæt­ur á aðgerðum til að koma bönk­um lands­ins til bjarg­ar. Hann sagði að sam­kvæmt nýju áætl­un­inni yrði reynt að verja allt að 2.000 millj­örðum doll­ara til að bjarga bönk­un­um.

Þrátt fyr­ir þessi tíðindi lækkaði hluta­bréfa­vísi­tal­an Dow Jo­nes um 4,6%, Stand­ard & Poor um 4,9% og Nas­daq-vísi­tal­an um 4,2%. Markaðssér­fræðing­ar sögðu að svo virt­ist sem fjár­fest­ar hefðu orðið fyr­ir mikl­um von­brigðum með björg­un­ar­áætl­un­ina. 

Frá kauphöllinni í New York.
Frá kaup­höll­inni í New York. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert