Mjótt á munum í Ísrael

00:00
00:00

Mjótt er á mun­um á fylgi flokka þeirra Benjam­ins Net­anya­hu, fyrr­um for­sæt­is­ráðherra Ísra­el og ut­an­rík­is­ráðherr­ans Tzipi Livni. Ísra­el­ar ganga til þing­kosn­inga í dag.

Yfir 5,2 millj­ón­ir eru á kjör­skrá en kosið er á yfir 9 þúsund kosn­inga­stöðvum vítt og breitt um landið. Var ótt­ast um að veður gæti haft áhrif á kosn­ingaþátt­töku. Talið er að kosn­ing­arn­ar muni hafa af­ger­andi áhrif á fram­vindu friðarviðræðna í Mið-Aust­ur­lönd­um.

Und­an­farn­ar vik­ur hafa skoðanakann­an­ir verið Net­anya­hu í hag, en hann leiðir hið hægris­innaða Likudbanda­lag. Síðustu daga hef­ur Livni þó sótt á en hún leiðir Kadi­ma flokk­inn sem sit­ur við stjórn­völ­inn sem stend­ur. Flokk­ur­inn er enn að jafna sig á hneykslis­mál­um sem neyddu Ehud Ol­mert til að segja af sér sem for­sæt­is­ráðherra.

Tals­verð óvissa rík­ir þó um úr­slitið þar sem um 20 pró­sent kjós­enda hafa sagst verið óákveðnir í þeim skoðana­könn­un­um sem gerðar hafa verið. Örygg­is­mál í kjöl­far 22 daga stríðs Ísra­ela gegn Palestínu­mönn­um í síðasta mánuði voru efst á baugi í kosn­inga­bar­átt­unni.

Aukið fylgi Avigdor Lie­berm­an, sem leiðir Yisra­el Beitenu flokk­inn, í kjöl­far sama stríðs hef­ur vakið tölu­verða at­hygli. Lie­berm­an sem er inn­flytj­andi frá Sov­ét­ríkj­un­um, er mik­ill harðlínumaður, og hef­ur heitið því að mæta öll­um óvin­um Ísra­els­rík­is með járn­hnefa. Talið er lík­legt að hann muni vera í odda­stöðu þegar kem­ur að mynd­un nýrr­ar rík­is­stjórn­ar, en eng­inn einn flokk­ur er tal­inn lík­leg­ur til að tryggja sér meira en þriðjung þeirra 120 þing­sæta sem eru á hinu ísra­elska Knes­set þingi.

Kjör­stöðum verður lokað kl. 20 í kvöld að ís­lensk­um tíma og er gert ráð fyr­ir að niður­stöður kosn­ing­anna liggi fyr­ir á morg­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert