Fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Timothy Geithner hefur nú opinberað bankabjörgunaraðgerðir stjórnvalda, upp á eina og hálfa billjón bandaríkjadala, með öðrum orðum 1.500 milljarða dala.
Samkvæmt áætluninni verður stærðin á mikilvægri lánaáætlun Seðlabanka Bandaríkjanna stækkuð úr 200 milljörðum í eina billjón dala, eða fimmfölduð. Þar að auki á að búa til fjárfestingasjóð með 500 milljarða dollarar framlagi, en hlutverk hans verður að gleypa upp slæmar eignir bankanna. Sjóðurinn mun því þjóna hlutverki þess sem kallað er „slæmur banki“ (e. bad bank).
Eins og staðan er núna eru mikilvægir hlutar fjármálakerfisins skaddaðir," segir Geithner. „Í stað þess að hvetja til bata, er fjármálakerfið að vinna gegn honum. Það er sú hættulega þróun sem við þurfum að breyta,“ bætir hann við. Helstu hlutabréfavísitölur féllu eftir að ráðherrann hóf ræðu sína um nýju áætlunina.