Þyrla hrapaði í Dóná

Þinghúsið við Dóná í Búdapest.
Þinghúsið við Dóná í Búdapest. Ómar Óskarsson

Framkvæmdastjóri verktakafyrirtækis lést og tveir menn særðust þegar þyrla sem þeir ferðuðust með hrapaði í Dóná í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands í dag.

Verktakafyrirtækið var að byggja sögunarverksmiðju í suðurhluta Búdapest og hafði tekið þyrluna á leigu til að taka myndir úr lofti af byggingarstaðnum. Um borð í vélinni voru flugmaðurinn, ljósmyndari og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sem lést í slysinu. Verkamenn á byggingarstaðnum björguðu hinum tveimur úr flaki þyrlunnar, sem var af gerðinni Robinson R44.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert