Lést eftir að hafa drukkið 45 tekíla skot

Neysla áfengis í of miklum mæli getur reynst banvæn.
Neysla áfengis í of miklum mæli getur reynst banvæn.

Réttarhöld eru hafin í máli barþjóns sem er sakaður um að hafa orðið 16 ára gömlum unglingspilti að bana með því að hafa látið hann drekka 45 tekíla skot á bar í Berlín.

Barþjónninn, sem er 28 ára, er ákærður fyrir að hafa skaðað drenginn með þeim afleiðingum að hann lést í febrúar árið 2007. Barþjóninn hefur viðurkennt að hann beri ábyrgð á dauða drengsins. Þetta kemur fram í þýskum fjölmiðlum.  

Barþjónninn er sagður hafa skorað á drenginn í drykkjukeppni. Tveir félagar drengsins, sem eru 18 ára og 21 árs, hvöttu hann til að taka veðmálinu. Á meðan pilturinn drakk hvert tekílaskotið á fætur öðru þá drakk barþjónninn aðallega vatn.

Drengurinn varð fyrir áfengiseitrun og féll í dá. Hann lést fjórum vikum síðar. 

Málið hefur vakið mikla athygli og reiði í Þýskalandi. Heitar umræður um unglingadrykkju hafa spunnist í kjölfar málsins.

Saksóknarinn hefur einnig sakað barþjóninn um að hafa 173 sinnum selt ungmennum undir lögaldri áfengi á árunum 2005 til 2007.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert