NATO semur við Rússa um flutninga

Hercules flugvélar eru mikið notaðar til flutninga hjá NATO.
Hercules flugvélar eru mikið notaðar til flutninga hjá NATO. mbl.is

Atlants­hafs­banda­lagið, NATO, tek­ur vel í til­boð Dimitri Med­vedev, for­seta Rúss­lands, um að fá að flytja her­gögn um Rúss­nesk landsvæði til Af­gan­ist­ans. Þetta kom fram í máli James App­at­hurai, tals­manns NATO í dag. Hann sagði að nokk­ur ríki í banda­lag­inu hafi þegar gert tví­hliða samn­inga við Rúss­land um slíka flutn­inga. „Þetta er merki um að Rúss­ar styðji áfram aðgerðir okk­ar í Af­gan­ist­an,“ sagði hann.

App­at­hurai sagði líka að NATO hafi um nokkra hríð staðið í samn­ingaviðræðum um að fá rúss­neska flug­her­inn til að flytja her­gögn til Af­gan­ist­ans. Hingað til hef­ur NATO leigt borg­ara­leg­ar flug­vél­ar og þyrl­ur til þess, frá rúss­nesk­um og úkraínsk­um flug­fé­lög­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert