NATO semur við Rússa um flutninga

Hercules flugvélar eru mikið notaðar til flutninga hjá NATO.
Hercules flugvélar eru mikið notaðar til flutninga hjá NATO. mbl.is

Atlantshafsbandalagið, NATO, tekur vel í tilboð Dimitri Medvedev, forseta Rússlands, um að fá að flytja hergögn um Rússnesk landsvæði til Afganistans. Þetta kom fram í máli James Appathurai, talsmanns NATO í dag. Hann sagði að nokkur ríki í bandalaginu hafi þegar gert tvíhliða samninga við Rússland um slíka flutninga. „Þetta er merki um að Rússar styðji áfram aðgerðir okkar í Afganistan,“ sagði hann.

Appathurai sagði líka að NATO hafi um nokkra hríð staðið í samningaviðræðum um að fá rússneska flugherinn til að flytja hergögn til Afganistans. Hingað til hefur NATO leigt borgaralegar flugvélar og þyrlur til þess, frá rússneskum og úkraínskum flugfélögum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert