Fjórar af hverjum tíu tyrkneskra kvenna eru fórnarlömb misþyrminga af hálfu eiginmanna sinna og einungis lítill hluti þeirra leitar til opinberra aðila vegna þess, samkvæmt nýrri rannsókn sem birt var í dag. Samkvæmt niðurstöðu rannsóknarinnar hafa 39% þeirra orðið fyrir því að vera slegnar, hrint, kýldar, reynt að kyrkja þær, kveikt í þeim eða ráðist á þær með vopni, svo sem hníf eða byssu.
Alls tóku 12.795 konur þátt í rannsókninni sem var gerð síðasta sumar. 15% þeirra voru fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis, svo sem nauðgað eða neyddar til niðurlægjandi kynlífsathafna. Ein af hverjum fjórum slösuðust annað hvort vegna líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis sem þær voru beittar.