Bresk yfirvöld hafa vísað hollenska þingmanninum Geert Wilder úr landi, en hann lenti á Heathrow-flugvelli í dag þrátt fyrir bann. Wilder, sem er leiðtogi Frelsisflokksins, er umdeildur, en hann hefur m.a. sagt að Kóraninn sé fasistarit.
Wilder var boðið til Bretlands til að sýna hina umdeilda heimildarmynd, sem tengir Kóraninn við hryðjuverkastarfssemi, í breska þinghúsinu
Breska innanríkisráðuneytið meinaði Wilder inngöngu í landið. Hann stendur í málaferlum í Hollandi fyrir að hvetja til haturs á íslam.
Wilder sagði í samtali við BBC að þetta væri mjög sorglegur dagur fyrir lýðræðið í Bretlandi.