Óttast að vopnum verði stolið eða þau glatist

Bandaríkjaher útvegar afganska hernum vopn.
Bandaríkjaher útvegar afganska hernum vopn. Reuters

Bandaríkjaher hefur ekki haft undan að fylgjast með öllum þeim vopnum sem eru send til Afganistan í þúsundatali. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu. Þar segir jafnframt að hætt sé við því að vopnunum verði stolið eða þau glatist.

Eftirlitsstofnun sem starfar í umboði Bandaríkjaþings og hefur eftirlit með eyðslu almannafjár (Government Accountability Office) tók skýrsluna saman.

Þar kemur fram að frá júní 2004 til júní 2008 hafi Bandaríkjaher ekki skráð öll vopnin, sem voru flutt til landsins, með sómasamlegum hætti. Um er að ræða 222.000 vopn.

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings mun ræða skýrsluna í dag.

Í skýrslunni kemur einnig fram að mikil hætta sé á því að vopnunum, sem Bandaríkjaher útvegar afganska hernum,  verði stolið eða þau týnist.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert