Segir Rússa hafa keypt Ísland

Rússneski auðkýfingurinn Borís Berezovskí.
Rússneski auðkýfingurinn Borís Berezovskí. Reuters

Rússneski auðkýfingurinn Borís Berezovskí heldur því fram í viðtali við bresku Sky-fréttastofuna að rússnesk stjórnvöld hafi stundað peningaþvætti á Íslandi. Fram kom að féð hafi m.a. verið notað til að kaupa þekkt fyrirtæki, knattspyrnulið og fjölmiðla í Bretlandi.

Berezovskí segir að Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, og samstarfsmenn hans í Rússlandi hafi „keypt“ Ísland „sem er er í NATO en er ekki í Evrópusambandinu, sem þýðir að regluverkið er annað. Þeir settu mikið af fjármunum inn í landið, illa fengnu fé,“ segir hann í viðtalinu.

Þetta sé liður í því að Rússar geti náð völdum yfir breskum fyrirtækjum. Hann segir þarlend stjórnvöld vera gjörspillt, og í meira lagi vafasamt hvernig ríkiseignum hafi verið komið í hendur svokallaðra ólígarka sem urðu gríðarlega auðugir í aldarbyrjun.

Fram kemur í þættinum að íslenska utanríkisráðuneytið segi að Berezovskí hafi rangt fyrir sér. Regluverk ESB, sem snýr að eftirlit með fjármálastofnunum, eigi við á Íslandi. Ísland sé fullgildur aðili að innri markaði ESB og að allar reglur eigi því við.

Viðtalið við Berezovskí.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert