Nýlega lauk heildarendurskoðun á danska skattkerfinu, segir í vefriti Landssambands kúabænda. Ein af megin niðurstöðum nefndarinnar er að stefna beri að lækkun tekjuskatts, en tekjuskattur er óvíða hærri en í Danmörku. Til að bæta upp tekjutap ríkisins af þessum völdum eru það tillögur nefndarinnar að lögð verði ýmis konar gjöld á atvinnustarfsemi. Þegar kýr leysa vind senda þær metan út í andrúmsloftið og ein af tillögunum er að losun metansins verði skattlögð.
Þannig verði 600 DKK metanskattur lagður á hverja kú og 5 DKK skattur á hvert slátursvín. Fyrir meðalkúabú myndi þetta þýða skattheimtu upp á rúma 1,5 milljónir. En kúabændur benda á að verði skattheimtan að veruleika muni nautgriparæktin verða flæmd til annarra landa sem ekki gera slíkar kröfur. Skynsamlegra sé að nýta metanið til orkuframleiðslu.