Í fréttum AP um langsund Jennifer Figge fyrr í mánuðinum skýrði fréttastofan ranglega frá því að konan hefði synt yfir Atlantshafið. Í ljós hefur komið að Figge synti aðeins hluta leiðarinnar sem er 3.380 kílómetrar. Hinn hlutann hvíldi hún sig í báti sínum og aðstoðarmanna sinna.
Talsmaður Figge segir að heildarvegalengdin, sem hún synti, hafi ekki enn verið reiknuð út en hann giskar á að hún hafi aðeins synt um 400 km vegna hættulegra aðstæðna, m.a. slæms veðurs.