Engin kreppa í ástarlífinu?

Friðrik krónprins í Danmörku og eiginkona hans, Mary.
Friðrik krónprins í Danmörku og eiginkona hans, Mary. Reuters

Mun kreppan verða til að draga úr löngun til ásta? Eða munu pör verða enn duglegri í ástarlífinu en nokkru sinni fyrr og bæta sér þannig upp það sem þau fara á mis við núna, til dæmis verslunarferðir?

 Að sögn fréttavefs BBC hallast Helen Fisher, prófessor við Rutgers-háskóla, að seinni tilgátunni. ,,Erfiðleika- og hættutímar geta ýtt undir hrifninguna - fólk er einfaldlega móttækilegra en áður," segir hún.

 Hún segir að peningaáhyggjur almennt og einkum áhyggjur af atvinnuleysi muni auka magnið af dópamíni í heilanum, efnasambandi sem meðal annars tengist rómantískri ást. Fisher byggir skoðun sína á rannsókn sem gerð var 1974. Þá kom í ljós að karlar sem látnir voru ganga yfir brú sem virtist vera mjög hættuleg höfðu meiri hneigð en ella til að verða skotnir í myndarlegri konu sem vann að tilrauninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka