Strangtrúaðir mótmælendur á Indlandi hvetja fólk til þess að sniðganga Valentínusardaginn, sem verður haldinn hátíðlegur víða um heim á morgun. Mótmælendurnir segja að dagurinn spilli fólki og ýti undir lostafullar athafnir.
Hópur mótmælenda í Varanasi eru ekki hrifnir af því að Indland verði fyrir vestrænum áhrifum. Mótmælin hafa hins vegar ekki komið í veg fyrir að landsmenn hafi keypt blóm og kort handa sínum heittelskuðu í tilefni dagsins.