Rannsakendur segja að áhöfn flugvélarinnar sem hrapaði í New York-ríki í gærkvöldi hafi orðið vör mikla ísingu á einum vængja vélarinnar skömmu áður en hún brotlenti. Alls létust 50 manns í slysinu.
Flugritar vélarinnar hafa fundist og rannsókn á þeim bendir til þess að vélin hafi vaggað og kastast til nokkrum sekúndum áður en hún hafnaði á húsi.
Vélin var mjög stutt frá flugvellinum í Buffalo þegar hún hrapaði kl. 22:10 að staðartíma í gær.
Málið er enn í rannsókn að sögn yfirvalda.