Anders Fogh Ramussen verður útnefndur nýr framkvæmdastjóri NATO (Atlantshafsbandalagsins) í næsta mánuði og lætur í kjölfarið af störfum sem forsætisráðherra Danmerkur. Þetta er mat Hans Engell, fyrrum leiðtoga Íhaldsflokksins í Danmörku og blaðamanns. En hann tjáir sig um málið í vefútgáfu danska dagblaðsins Berlingske Tidende í dag.
Á miðvikudag hefst ferðalag Rasmussens þar sem hann mun m.a. hitta fyrir Gordon Brown forsætisráðherra Bretland og Angelu Merkel, Þýskalandskanslara.
Segir Engel það enga tilviljun að Rasmussen sé að fara á fund tveggja þeirra leiðtoga sem hafi allra mest pólitísk áhrif á það hver verði útnefndur næsti framkvæmdastjóri NATO. Staðan losnar raunar fyrst í ágúst nk. en að mati Engells mun það liggja fyrir í síðasta lagi fyrir leiðtogafund NATO í apríl hver verði ráðinn í stöðuna.