Vilja fleiri innflytjendur í herinn

Bandarískir hermenn í Írak.
Bandarískir hermenn í Írak. AP

Innflytjendur í Bandaríkjunum, sem eru með dvalarleyfi til bráðabirgða í landinu, fá nú að ganga í herinn. Þetta er í fyrsta sinn frá tímum Víetnamstríðsins, sem þetta er leyft. Bandaríska dagblaðið New York Times greindi frá þessu.

Hingað til hafa aðeins innflytjendur með fullt dvalarleyfi, og hafa fengið svokallað grænt kort, fengið að ganga í herinn.

Fram kemur í New York Times að nú geti innflytjendur með bráðabirgða dvalarleyfi fengi fullt dvalarleyfi mun fyrr innriti þeir sig í herinn. 

Herinn á við manneklu að stríða og vonast bandaríska varnarmálaráðuneytið, Pentagon, að þetta muni bæta ástandið. T.d. er skortur á hermönnum með heilbrigðismenntun sem og skortur að túlkum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert