Ævilangt fangelsi fyrir að myrða tvö börn

Áfrýjunardómstóll í Stokkhólmi dæmdi í dag þýska konu, Christine Schürrer, í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tvö börn í sænska bænum Arboga á síðasta ári. Var dómur undirréttar þannig staðfestur en bætur, konan á að greiða foreldrum barnanna, voru hækkaðar.

Í niðurstöðu dómsins segir, að það teljist sannað að Schürrer hafi myrt börnin tvö, sem hétu Max og  Saga, og reynt að myrða Emmu Jangestig, móður þeirra. 

Börnin fundust látin með mörg stungusár. Emma Jangestig særðist einnig alvarlega og man afar lítið eftir atburðunum. Schürrer átti í ástarsambandi við núverandi sambýlismann Jangestig og að sögn vitna var hún afar afbrýðisöm í garð Jangestig og barna hennar.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert