Fangar á flótta

Fangar - myndin er ekki tekin í fangelsinu þaðan sem …
Fangar - myndin er ekki tekin í fangelsinu þaðan sem fangarnir tveir struku Reuters

Tveir fang­ar, sem sprengdu sér leið út úr frönsku fang­elsi í gær, eru á leiðinni til Belg­íu ef marka má fregn­ir af ferðalagi þeirra, að sögn lög­regl­unn­ar. Fang­arn­ir, sem báðir eru með þunga dóma á bak­inu, tóku tvo verði sem gísla á flótt­an­um en hafa látið þá lausa. Þeir tóku síðan tvo aðra gísla í morg­un en hafa einnig látið þá lausa.

Talið er að flótta­menn­irn­ir séu vopnaðir skamm­byssu en þeir sprengdu sér leið út úr fang­els­inu með sprengi­efni sem var smyglað til þeirra í fang­elsið. Höfðu þeir tvo fanga­verði með á flótt­an­um í gær en slepptu þeim í ná­grenni Par­ís­ar. Höfðu þeir stolið bif­reið á flótt­an­um. Í morg­un rændu þeir manni og barna­barni hans í bæn­um Amiens og neyddu þá til þess að aka með sig um 70 km leið í átt að belg­ísku landa­mær­un­um. Að því búnu slepptu þeir þeim heil­um á húfi og stálu ann­arri bif­reið en skyldu skelf­ingu lost­inn eig­anda bif­reiðar­inn­ar eft­ir.

Ann­ar mann­anna, Christophe Khi­der, 37 ára, var dæmd­ur í lífstíðarfang­elsi árið 1999 fyr­ir vopnað rán þar sem einn gísl lést. Auk þess var 30 árum bætt við dóm­inn eft­ir mis­heppnaða flótta­tilraun hans úr fang­els­inu.

Hinn maður­inn er þrítug­ur að aldri, Omar Top El Hadj, sem var dæmd­ur fyr­ir aðild að skot­b­ar­daga við lög­reglu.

Sér­sveit frönsku lög­regl­unn­ar, GIPN, leit­ar nú fang­anna og hafa vegatálm­ar verið sett­ir upp auk þess sem þyrl­ur sveima um við landa­mær­in.

Fang­elsið sem tví­menn­ing­arn­ir flúðu úr, Moul­ins, á að vera sér­stakt ör­ygg­is­fang­elsi en þrátt fyr­ir það þá er þetta ekki í fyrsta skipti sem fang­ar flýja þaðan. Þann 9. júní árið 2009 flúðu þrír fang­ar á þyrlu sem kom og sótti þá á þak fang­els­is­ins. 12. fe­brú­ar 2003 flúðu þrír fang­ar til viðbót­ar með því að sprengja sér leið út úr fang­els­inu með sprengi­efni sem smyglað var til þeirra.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert