Flugáhöfn handtekin á Heathrow

Það snjóar í London í fleiri en einum skilningi þessa …
Það snjóar í London í fleiri en einum skilningi þessa dagana. Reuters

Tollverðir á Heathrow flugvelli í London handtóku alla áhöfnina sem var um borð í flugvél frá South African Airways eftir að mikið magn kókaíns fannst í henni, en hún kom frá Jóhannesarborg í Suður-Afríku.

Verðmæti efnisins er talið nema rúmum 40 milljónum kr.

Þetta er í annað sinn á fjórum vikum sem flugáhöfn á vegum sama flugfélags er handtekin á Heathrow grunuð um fíkniefnasmygl.

Talsmaður tollyfirvalda segir að 15 manna áhöfnin hafi verið handtekin fyrr í dag þegar tollverðir lögðu hald á um fimm kíló af kókaíni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert