Kjarnorkukafbátar rákust saman

HMS Vanguard
HMS Vanguard Breski sjóherinn

Árekstur varð fyrr í þessum mánuði milli tveggja kjarnorkukafbáta í miðju Atlantshafi. Kafbátarnir HMS Vanguard frá Bretlandi og Le Triomphant frá Frakklandi skemmdust mikið við áreksturinn sem varð í vondu sjóveðri, að sögn fréttavefjar BBC.

Svo virðist sem að hvorug áhöfnin hafi séð til hins kafbátsins þrátt fyrir að báðir kafbátarnir séu búnir hljóðsjám. Breska varnarmálaráðuneytið hefur ekki tjáð sig um fréttir af árekstrinum en staðhæfir að öryggisreglur vegna kjarnorku hafi ekki verið brotnar.

Fréttamaður sem skrifar um varnarmál sagði draga hafi þurfti HMS Vanguard til heimahafnar í Faslane í Clydefirði. Greinilegar dældir og rispur hafi verið á skrokki kafbátsins. Hann sagði að báðir kafbátarnir hafi verið þungvopnaðir. Áreksturinn er rannsakaður beggja vegna Ermarsunds.

Kafbátarnir gegna hvor um sig lykilhlutverki í kjarnorkuvígbúnaði þjóðanna sem þeir tilheyra. Um borð hafa væntanlega verið kjarnorkueldflaugar en bæði Frakkar og Bretar segja að engin hætta hafi verið á kjarnorkuslysi.

Kafbátarnir eru hvor um sig 150 metra langir. Í áhöfnum bátanna voru samtals um 240 sjóliðar. 

Le Triomphant
Le Triomphant
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka