Farþegaskip í vanda við suðurskautið

Ocean Nova siglir með ferðamenn við suðurskautið.
Ocean Nova siglir með ferðamenn við suðurskautið. Reuters

Farþegaskip, sem siglir undir fána Bahama-eyja, hefur lent í vanda við suðurskautið. Um 100 manns eru í skipinu sem festist á milli ísjaka. Að sögn argentínska sjóhersins er skipið ekki í bráðri hættu og hyggst skipstjórinn reyna að losa skipið án utanaðkomandi aðstoðar.

Skipið, sem kallast Ocean Nova, er nú fast skammt fram McClary-jökli. Þar er argentínsk rannsóknarstöð. Skipið er 73ja metra langt og smíðað í Danmörku. Það er óskemmt og þá hefur ekki komið olíuleki á það.

Spænskt hafrannsóknarskip, flutningaskip og argentínsk flugvél hafa verið send á vettvang. Skipin munu koma farþegaskipinu til aðstoðar ef nauðsyn krefur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert