Kalifornía nær gjaldþrota

Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu.
Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu. Reuters

Allt bendir nú til þess að sambandsríkið Kalifornía sé á leið í gjaldþrot. Í bandarískum fjölmiðlum kemur fram að fjárlagagatið sé 41 milljarður dollara, skuldir aukist stöðugt og þegar sé búið að segja upp fjölda starfsmanna ríkisins.

 Viðræður á þingi um ráðstafanir til að loka fjárlagagatinu hafa ekki borið neinn árangur. Kalifornía fær nú nánast hvergi lán lengur og Standard & Poor's hefur lækkað mat sitt á skuldabréfum ríkisins, það er nú hvergi lægra í Bandaríkjunum. Kalifornía er fjölmennasta ríki Bandaríkjanna, þar búa liðlega 10% þjóðarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert