Samtök sem berjast gegn kjarnorkuvopnum segja, að árekstur tveggja kjarnorkukafbáta á Atlandshafi nýlega hefði getað orðið að kjarnorkumartröð á næsta stigi. Bátarnir skemmdust við áreksturinn en ensk og frönsk stjórnvöld fullyrða, að engin hætta hafi veirð á kjarnorkuslysi.
„Árekstur tveggja kafbáta, sem báðir eru kjarnorkuknúnir og búnir kjarnorkuvopnum, gæti hafa leitt til gríðarlegrar geislavirkni og kjarnaoddar hefðu getað lent á stóru svæði á hafsbotni," segir Kate Hudson, formaður breskra samtaka gegn kjarnorkuvopnum.
„Gordon Brown (forsætisráðherra Bretlands) ætti að grípa tækifærið og stöðva þessar eftirlitsferðir."