Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur staðfest 787 milljarða dala aðgerðaráætlun, sem ætlað er að blása lífi í bandarískan efnahag, með undirritun sinni.
Obama hefur barist hart fyrir því að fá þessu framgengt, en Bandaríkjaþing samþykkti aðgerðarpakkann í síðustu viku. Obama, sem undirritaði lögin í Denver, segir að þetta sé „yfirgripsmestu efnahagsbjörgunaraðgerðir í sögunni.“
Enginn úr röðum repúblikana í fulltrúardeild Bandaríkjaþings studdi áætlunina og aðeins þrír í öldungadeildinni.
Repúblikanar segja að skattalækkanirnar muni ekki duga til, og að hagkerfið muni bera þungan skuldaklafa um ókomna framtíð.