Ætla að þjóðnýta banka

Vegfarandi gengur framhjá útibúi Hypo Real Estate í Berlín.
Vegfarandi gengur framhjá útibúi Hypo Real Estate í Berlín. Reuters

Þýska ríkisstjórnin ætlar að setja lög sem heimila henni að leggja tímabundið hald á hlutabréf banka sem eiga í vandræðum. Það verður gert til að verja þá falli, samkvæmt drögum að frumvarpi um þjóðnýtingu banka.

Þetta kemur fram í drögum að lagafrumvarpi, sem þýsk stjórnvöld ætla að leggja lokahönd á í dag. 

Lögin eiga að gera þýska ríkinu kleift, að þjóðnýta fasteignalánabankann Hypo Real Estate, sem á í miklum fjárhagserfiðleikum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert