Ætla að þjóðnýta banka

Vegfarandi gengur framhjá útibúi Hypo Real Estate í Berlín.
Vegfarandi gengur framhjá útibúi Hypo Real Estate í Berlín. Reuters

Þýska rík­is­stjórn­in ætl­ar að setja lög sem heim­ila henni að leggja tíma­bundið hald á hluta­bréf banka sem eiga í vand­ræðum. Það verður gert til að verja þá falli, sam­kvæmt drög­um að frum­varpi um þjóðnýt­ingu banka.

Þetta kem­ur fram í drög­um að laga­frum­varpi, sem þýsk stjórn­völd ætla að leggja loka­hönd á í dag. 

Lög­in eiga að gera þýska rík­inu kleift, að þjóðnýta fast­eignalána­bank­ann Hypo Real Esta­te, sem á í mikl­um fjár­hagserfiðleik­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert