Húðskammar Starbucks-mann

Peter Mandelson, viðskiptamálaráðherra Bretlands.
Peter Mandelson, viðskiptamálaráðherra Bretlands. Reuters

Viðskiptamálaráðherra Bretlands, Peter Mandelson, er vægast sagt ósáttur við þau ummæli forstjóra Starbucks-kaffihúsanna bandarísku, sem reka útibú í Bretlandi og tugum annarra ríkja, að efnahagur Bretlands sé á hraðri niðurleið.

 Forstjóri Starbucks, Howard Schultz, sagði í morgun um rekstrarhorfur fyrirtækisins að hann hefði áhyggjur af ástandinu í Vestur-Evrópu einkum þó í Bretlandi.

,,Hvers vegna ætti ég að láta þennan náunga rakka landið niður'" spurði Mandelson ævareiður í kokteilboði breska konsúlsins í New York nokkrum stundum síðar.  ,,Hver andskotinn er hann eiginlega? Hvernig í fjandanum gengur þeim [Starbucks]?"

 Breskir embættismenn hafa að sögn The Guardian að undanförnu reynt eftir mætti  að sannfæra hagfræðinga og stjórnmálaskýrendur í Bandaríkjunum um að  of mikið sé gert úr áhyggjum af efnahagsvandanum í Bretlandi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert