Mörg tonn af eitruðum úrgangi hafa verið losuð í Afríkuríkjum á borð við Gana og Nígeríu. Úrgangurinn kemur frá ruslahaugum í vestrænum ríkjum. Þetta hefur rannsókn leitt í ljós.
Mörg hundruð þúsund ónýtir hlutir á borð við sjónvörp og tölvur eru seld ýmsum söluaðilum undir því yfirskyni að tækin verði endurnýtt.
Skv. lögum Evrópusambandsins verður að taka slík heimilistæki í sundur eða endurvinna þau.
Fram kemur í skýrslu sem Grænfriðungar, breska fréttastofan Sky News og breska dagblaðið Independent unnu að í sameiningu að starfsmenn taki aðeins hluta af tækjunum.
Grænfriðungar segja að ungt fólk, sem vinnur á slíkum ruslahaugum, taki gjarnan rafmagnstæki í sundur. Það sé hins vegar hættulegt þar sem fólkið geti komist í snertingu við eitruð efni á borð við kvikasilfur, blý og kadmíum.
„Við gátum bókstaflega fylgt eftir sjónvarpi frá Bretlandi, sem var sagt vera á leiðinni til endurvinnslu, til Nígeríu,“ segir Iza Kruszewskahe hjá Grænfriðungum í samtali við BBC.