Sænskir unglingar ákærðir fyrir einelti

Fimm sænskar unglingsstúlkur, búsettar á Skáni hafa verið ákærðar fyrir einelti gegn 14 ára gamalli stúlku. Eineltið leiddi til þess, að stúlkan reyndi að svipta sig lífi. 

Skånska Dagbladet fjallar um málið í dag. Þar kemur fram, að saksóknari krefst þess að stúlkurnar fimm verði dæmdar til að inna af hendi samfélagsþjónustu. Segir blaðið, að samkvæmt ákærunni hafi stúlkan, sem fyrir eineltinu varð, fengið að heyra það daglega að hún væri feit, leiðinleg og skapvond. Þá hótuðu stúlkurnar að misþyrma henni. 

Ein stúlknanna, sem nú  er 17 ára, viðurkenndi að hafa sent stúlkunni tölvupósta og SMS með hótunum en neitar samt sök í málinu líkt og hinar stúlkurnar fjórar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert